| BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra
AAAA1

Haggar um skeljungs skugga

Bls.33–34
Flokkur:Veðurvísur


Tildrög

Samkvæmt vitnisburði Jóns Egilssonar í Lbs 437 8vo, bls. 831, kveður Hallgrímur vísuna að morgunlagi á Ytra-Hólmi er hann sá að ekki yrði róið þann dag og fleiri handrit tilgreina svo stað og stund. Fyrirsögn vísunnar hjá Jóni er svohljóðandi: „Ex tempore kvað hann á Ytra Hólmi þá hann kom út um morguninn, og sá ei mundi róið þann dag.“

Skýringar

Í Ljóðmælum Hallgríms, 4 bindi, er vísan prentuð eftir handriti Jóns Egilssonar (1724–1807) á Vatnshorni í Haukadal, Lbs 437 8vo, bls. 831. Vísuna er einnig að finna í eftirtöldum handritum sem kunn eru: Lbs 2030 4to II, bl. 24r; Lbs 176 8vo, bls. 68; Lbs 867 8vo, bl. 59v; Lbs 966 8vo, bl. 30v; JS 254 4to, bls. 250; JS 272 4to I, bl. 239r; JS 272 4to II, bl. 289r; JS 272 4to II, bl. 511r; JS 272 4to III, bl. 690r; JS 237a 8vo, bl. 96r; JS 472 8vo, nr. 135; ÍB 408 4to, bls. 33–34, og MS Boreal 130, bl. 110r. — Vísan er fyrst prentuð í ‘Gesti   MEIRA ↲
Haggar um skeljungs skugga,
skyggir á foldar hryggi.
Baggar bjargar ruggi
bruggið storma tuggu.
Þaggar það þrumsteins döggu.
Þigg vel dagana hryggva.
Ruggaði rænu flaggi
röggin boðnar döggva