| BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra
AAAA1

Kalla ég fjandans klúðurspjöll

Bls.80–81
Flokkur:Kersknisvísur


Tildrög

Gísli Konráðsson hafði heimili og vinnustað í svonefndri Norskubúð í Flatey þegar hann dvaldi þar. Sat hann þar og skrifaði í vesturenda baðstofunnar á loftinu. Snæbjörn í Hergilsey segir svo frá í ævisögu sinni: „Tvær kerlingar voru í austurenda baðstofunnar. Eitt sinn er ég kom, byrjaði Gísli samræðurnar svona: „Það fæddist hagkveðlingur rétt áður en þú komst. Ég gekk yfir til Þóru og leit á bandverk hennar, og datt þá í hug:“ Snæbjörn ætlar að Gísli hafi þá verið 89 ára.

Skýringar

Kalla ég fjandans klúðurspjöll
klofið band og lykkjuföll,
sín ef vandar seimaþöll
svona handaverkin öll.