| BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra
AAAA1

Margt er það sem milli ber


Um heimild

Eiríkur Jónsson fyrrverandi menntaskólakennari (f. 1920)


Tildrög

Guðmundur og Steinn Steinarr sátu eitt sinn inni á Hótel Skjaldbreið og kvað Guðmundur þá vísu þessa í gamni til framreiðslustúlkunnar.

Skýringar

Steinn sagði Eiríki Jónssyni frá þessu atviki og fór með vísuna fyrir hann. Sagðist Steinn skömmu síðar hafa farið með vísuna fyrir Halldór Laxness í Unuhúsi en hann var þá með Íslandsklukkuna í smíðum og nýtti sér orðin „álfakroppurinn mjói“ í lýsingu Snæfríðar Íslandssólar.
Margt er það sem milli ber
mikinn þótt ég rói.
Aldrei má ég unna þér,
álfakroppurinn mjói.