| BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra
AAAA1


Tildrög

Orti Baldvin 18 ára. Kom á bæ og gisti, en heimasætan svaf í næsta herbergi. Að sögn Þóreyjar Hansen, Gísla Ólafssonar og fl. Skagfirðinga. 

Skýringar

Vísan birtist í bók Káins: 
Kristján N. Júlíus (K. N.): Kviðlingar og kvæði. Richard Beck gaf út. Reykjavík 1945 á bls. 17 og er þar höfð á þessa leið:

Millibilið fáein fet
farsæld skilur beggja;
gegnum þilið fram í flet
finn eg ylinn leggja.

Og fylgir henni eftirfarandi skýring: „Skáldið svaf í næsta herbergi við konu eina, sumir segja vinnukonuna, aðrir, sjálfa heimasætuna.“

Trúlegra er að vísan sé eftir Baldvin þótt tæpast sé unnt að fullyrða það með vissu.
Millibilið fáein fet
faðmlög skilur tveggja. ( farsæld skilur tveggja... )
Gegnum þilið fáein fet
finn ég ylinn leggja.