| BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra
AAAA1

Mér mun bregða við í vor


Um heimild

19. tbl. 6/10 2016


Tildrög

Friðbjörn var um langt skeið sláturhússtjóri á Grenivík og þegar hann hætti svo sauðfjárbúskap fyrir elli sakir, orti hann ám sínum þessi eftirmæli.
Mér mun bregða við í vor
að vafra um þöglar krærnar.
Þung mér reyndust þessi spor
þegar ég rak burt ærnar.

Harla hressan huga ber
heim ég sný í skyndi
en ærnar mæna eftir mér
því arga mannkvikindi.

Útiverkin eru smá
engin kind við stallinn.
Öldnu hjúin grett og grá
gjökta skökk um pallinn.