| BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra
AAAA1

Þegar kemur Þóra á Bakka

Bls.VI, 157


Tildrög

Sigfús Sigfússon greinir svo frá tildrögum vísu þessarar:

„Þórunn, dóttir Árna, var á Bakka [. . .]. Hún var fríð sýnum og hin gervilegasta, og unni Árni henni mikið. Hann kvað þessa vísu um hana:“

Skýringar

Þórunni eignaðist Árni nokkru áður en hann kvæntist konu sinni, Guðlaugu Torfadóttur. Móðir hennar, Þórunn dóttir Ólafs Péturssonar lögréttumanns, varð bústýra Gísla, föður Árna, eftir að hann missti konu sína. Þórunn var þá ekkja eftir Hallgrím Þorgrímsson og hafði með sér tvö barna sinna í vistina. Þórunn varð ólétt eftir Árna og vildu þau eigast en Gísli faðir hans lagðist eindregið gegn því að Árni gengi að eiga hana þar sem svo mikil ómegð fylgdi henni. Fékk hann Jón Andrésson, vel stæðan ekkil, til að biðja hennar, og svo fór að hún giftist honum enda hefur hún ekki átt margra kosta völ með ómegð sína alla en sagt er að þau Árni hafi alltaf þráð hvort annað. Talið er að Þórunn dóttir þeirra hafi alist upp hjá Guðmundi Ketilssyni er lengi bjó á Bakka en hafði áður búið í Stakkahlíð.
Þegar kemur Þóra á Bakka
þar til gerir mig að hlakka
sem upp renni sól í hlíð.
Hlær á móti hennar prýði
himinn, jörð og þeirra smíði
sem að geymir veröld víð.