| BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra
AAAA1

Biskup með sinn bagal úr ól

Höfundur:Jón Þorláksson
Bls.414
Flokkur:Kersknisvísur


Tildrög

„Eittsinn voru þeir á ferð saman Magnús sýslumaður Ketilsson og Jón Þorláksson; þá reið á svig við þá umrenningur er Sigurður hét og kallaður biskup, hann reið bleiku hrossi og hafði ól fyrir keyri, en með honum rann Bósi hundur hans. Magnús sýslumaður beiddi Jón að yrkja vísu um Sigurð, og kastaði hann fram stöku þessari.“
Biskup með sinn bagal úr ól,
bölvaður sníkjugestur,
býr á sínum bleika stól;
Bósi er kirkjuprestur.