| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2


Tildrög

Baldvin Jónsson skáldi var eitt sinn staddur í búð, ölvaður nokkuð. Þar voru einnig skólapiltar nokkrir. Vildu þeir stríða Baldvin og rétti einn þeirra að honum flösku er hann sagði vera brennivín á og bað hann gera sér gott af innihaldinu. Baldvin saup á og fann að vökvinn var aðeins vatn. Rétti hann eigandum flöskuna aftur og kvað þessa ferskeytlu.

Skýringar

Engin fegurð á þér skín,
ertu minna en hálfur.
Aldrei snýrðu vatni í vín
vesæll skólakálfur.