| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2


Tildrög

Björn Pétursson skáld frá Sléttu og Stefán Stefánsson frá Móskógum voru miklir vinir, og hafði Björn oft dvöl hjá honum þegar hann kom til Siglufjarðar. Björn bað hann eitt sinn að lofa sér að heyra hvernig hann myndi yrkja um sig dauðann. Birni þótti afar vænt um þessa vísu, og fannst hún í náttborði hans daginn sem hann dó.

Skýringar

Gamli Björn er genginn frá.
Görpum trúi ég líki.
Nú er karlinn kominn á
knæpu í himnaríki.