Skagfirskar vísur | Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (46)
Bæjavísur  (1)
Gamankvæði  (3)
Tíðavísur  (1)

Skagfirskar vísur

Fyrsta ljóðlína:Dæmið þér ekki dauða Grím
bls.16
Viðm.ártal:≈ 1850
Tímasetning:1849
Skagfirskar vísur

Dæmið þér ekki dauða Grím.
Drottinn mun á æðri þingum
vorrar ferðar hrista hrím
af honum bæði og Skagfirðingum.

Góðmennið þótt gerði Briem
gegna laga tilbendingum,
ekkert sýndi stygða stím
stýrir dóms hjá Skagfirðingum.

Á það bendir alda rím,
örlaganna teiknað hringum,
að brothættur var leir og lím
líkt í Grími og Skagfirðingum.

Ættblendinga eðlis slím
ollað gat í fjörs hræringum,
að plagaði sálar giktin Grím
með gæfulausum verkjarstingum.

Byrgi þokan gleymsku Grím
Guð oss veiti Íslendingum,
að vort laga-stjórnar stím
stöðvi sig á frelsis þingum.