Séra Benedikt Vigfússon prófastur á Hólum | Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (46)
Bæjavísur  (1)
Gamankvæði  (3)
Tíðavísur  (1)

Séra Benedikt Vigfússon prófastur á Hólum

Fyrsta ljóðlína:Geng ég um gróna rein
bls.12-13
Viðm.ártal:≈ 1875

Skýringar

sr. Benedikt Vigfússon lést 28. apríl 1868.
1.
Geng ég um gróna rein
grafar í einhvers leit.
Hví spyr ég hvaða bein
hvíla í þessum reit.
Fyrst að hetjunnar hýru
hvoreinn skarð fyrir skildi veik?
2.
Hann reyndi súrt og sætt,
sitt kannski yfir megn,
þó fékk hann þarað gætt
sem þér tjáir guðleg fregn,
að hníga ei heldur beita
hervopnum trúar reynslu gegn.
3.
Horfinn burt hví er sá
hvar fæ ég við því bót.
Hvað! er hvergi að sjá
hýrt augna viðurmót
þess sem brosti við beimum
að bygðum [svo] hans þegar hvöttu fót?
4.
Leitt sæl til lífsins inn
lifir nú öndin hans.
Endi hnjóðs eftir sinn
í örmum frelsarans.
Þeim er hann tryggur treysti
í trú á verðskuldan guðs og manns.
5.
Lifirðu líkt og sá
sem látum við nú umrætt?
Þig reiddu þar upp á
þó eitthvað finnist mótstætt,
að þú eins og hann nýtur
vegs, er aldrei leit auga fætt.
6.
Rétt eins og eikin há
ungviðar fagra blóm.
Ef til vill velta má
í vef þann og moldarhjóm.
Sem að vér allir sjáum
gröf hins þar við[??] gnapir tóm.
7.
Að rækta iðju svið,
svo ávaxta beri gnótt.
Minning þess varðar við
vol[ig?]ri gleymsku nótt.
Enda mun engi fegri
endurreisn manns hjá seinni drótt.
8.
Guð annist alla tíð
eftirlifandi kvon,
og hennar hýran frændlýð
í himins og sæluvon.
Genginn sofnuðum vini
setti O. prestur Ólafsson.