Húsfrú Elín Thorarensen í Enni á Höfðaströnd | Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (46)
Bæjavísur  (1)
Gamankvæði  (3)
Tíðavísur  (1)

Húsfrú Elín Thorarensen í Enni á Höfðaströnd

Fyrsta ljóðlína:Við örlaganna veikan þráð
Viðm.ártal:≈ 1875

Skýringar

Elín Thorarensen sýslumannsfrú á Enni á Höfðaströnd lést 24. ágúst 1873.
1.
Við örlaganna veikan þráð
vor ævitíð er bundin,
allt vottar speki, dýpt og dáð,
dagar, sjór, loft og grundin.
Einneigin það að vífaval
vikin er burt úr þessum sal,
andinn til æðri landa.
En beinin til að blunda vært
að besta vinar hlið svo kært
und gæsku Guðs lifanda.
2.
Fari þá vel hin vitra frú
veginn sem allir ganga,
aumum líknaði einatt sú
alla mettaði svanga.
En hennar sælan sóttu fund
syrgja mega þeir ágætt sprund
sem nú er til moldar ekið.
Fyrir sinn verknað hefur hún
hátt að Guðs anda lesnu rún
lausn lífs og laun meðtekið.