Á sumardaginn fyrsta 1920 | Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (46)
Bæjavísur  (1)
Gamankvæði  (3)
Tíðavísur  (1)

Á sumardaginn fyrsta 1920

Fyrsta ljóðlína:Nú er vetur vikinn braut
Viðm.ártal:≈ 1920
Tímasetning:1920

Skýringar

Sumarið 1919 var mjög óhagstætt til heyskapar, úrkomusamt og þar af leiðiandi ekki góð nýting á heyjum bænda í Fljótum. Veturinn 1919-1920 var mjög snjókomuríkur, og í sambandi við þá veðráttu þurftu bændur að gefa búpeningi sínum mikið fóður. Um þetta útlit veðráttunnar voru þessar vísur kveðnar:

Nú er vetur vikinn braut
verkin eptir skilur
svo að bæði brekka og laut
baldjökullinn hylur.

Byrgir þokan byggðir lands
blíðu veitir smáa.
Er sem blindi augu manns
eyðimörkin gráa.

Enginn geislir sólar sést
sig um hlíðar teygja.
Sýnist daupt á svipinn flest
söngfuglarnir þegja.

Hlý að sunnan heilsi tíð
hvergi sé ég vottinn.
Bót a þessu ljáðu lið
líknsamasti drottinn.

Sunnan þeyvind sendu jörð
sólarskin um hlíðar.
Björg svo finni bágstödd hjörð
bæði hér og víðar.

Herra þessa heyrðu bón
hyldu ei miskun þína.
Á þér festi ég sálarsjón
sé þar geisla skína.