Kveðið eftir drenginn minn I | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Kveðið eftir drenginn minn I

Fyrsta ljóðlína:Svo far þú í guðsfriði, gamla ár
bls.92
Bragarháttur:Sex línur (tvíliður) fjór- og þríkvætt aBaaBB
Viðm.ártal:≈ 1875
Tímasetning:1887
Svo far þú í guðsfriði, gamla ár,
í gröfina liðinna tíða!
Með fannstormsins ekka, með frostbylsins tár
á förum þú kveður — eg man þér hve sár
mín sorg var, er sá eg hann líða,
og seinast of-þreyttan að stríða.

Já, þú mátt nú loka mér leiðið hans
að lyktum með skaflinum kalda,
því enn sé eg bláheiðu augnanna glans,
eg enn heyri róminn míns litla svans,
lít kollinn minn fríðlokkum falda —
það fylgir hve langt sem skal halda.