Heljarhlið | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Heljarhlið

Fyrsta ljóðlína:Ég sendi hug í hafrót kveldskugganna
bls.445
Bragarháttur:Fimm línur (tvíliður) fimmkvætt AbAbb
Viðm.ártal:≈ 1925
Tímasetning:1914
Eg sendi hug í hafrót kveldskugganna
í húmsins álfu, næturdjúpin við,
til lands sem snýr að dægra-mörkum manna
úr mistrageimnum, sinni dimmu hlið,
þar uppgangan er ein: um dánar-rið.

En sérhver rim þess röð á kólguskýi,
sem risi hamar yfir botnlaust djúp.
Og haftið efsta, skarð að skógarstígi
um skugga-pálma og lauftjöld niðurdrúp,
þar ljós og grænka ganga í svörtum hjúp.

En Samas björt, með blæju sólarmyrkva
sér breidda á andlit, verndar opið hlið
að aftni dags. Svo alt ið stolta og styrkva
því stilli-milda hafi ei sífellt við,
svo eilífð þess sé utandyra-bið.

Á reynslu-steinspjöld margra manna-aldra
í máltök styztu boðorðin hún reit,
og lét svo á þeim aðspurningum staldra,
og utan-grinda þessa föru-sveit,
sem flyst af jörðu: – sálna í landa-leit.

Um bakka Efrats, Babýlonar garða
þau boðorð gengu, og vóru þá ei ný.
Og himinn lét þau Hammúrabi varða,
sem hans að boði reit þau grjótið í —
og Móses braut þau seinna, á Sinaí.

Á færri, en hærri, hæðir áfram líða
hún hugi lét, og styrkti munninn þann,
sem orðin fann til, tvö úr tíu að smíða,
sem toga-nægan lagastaf á mann:
að óttast guð og elska náungann.

II.
Minn andi flaug um óframkomnar tíðir
að óra-ströndum þessa spurnar-lands,
og kvaddi vörðinn, þann sem hlið það hlýðir,
til hlíta-svars um inngangsleyfið manns:
hver trú, hver lög sé lyklavaldið hans.

Og svarið fékk eg: „Það eru ei þessi tíu,
úr þjóðlífs-högum sprottin langt í burt.
Né skemmri talan, tvö – þau seinni og nýju,
sem teljast vera – að engu slíku er spurt!
Því sérhver kenning sett er hér um kjurt.

Við þeim eg tek, í hliði nýrra heima,
sem hafa ei boðorð fyrir lífs síns vörð,
en sinni önd og eilífðinni gleyma
í önnum sínum við að bæta jörð –
sem vit er trú og viljinn bænagjörð.

Því öllum heimum hæfir þeirra vera,
pg hverri eilífð þeirra nægju-lund:
sem gleðjast af því, gæfu til að bera
að gæða lífið endanlega stund,
og ekkert mögl um morgundag sinn gera.”