Vísur Einars Sæmundssonar til Einars Hallgrímssonar, um sjóferðir hans | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Vísur Einars Sæmundssonar til Einars Hallgrímssonar, um sjóferðir hans

Fyrsta ljóðlína:Stýrir nafni strauma jór
bls.386–388
Viðm.ártal:≈ 1700–1750

Skýringar

Kvæðið í Blöndu er skráð eftir: Lbs. 852 4to. 
Einar Hallgrímsson í Arnarnesi, sem Einar yrkir hér um,  dó 1751.
1.
Stýrir nafni strauma jór,
þó sterkur dafni reyðar kór,
hann í stafni flatt ei fór,
þó falli jafn til enda.
Þjóttu grafni gyrðir stór
geyst að hrafni öldu fór,
liðs með safni laufaþór
lét á hafnir venda.
2.
Nafni palla trönu trað,
tjörgu snjalla runnu á glað,
höfrungs valla — eg heyrði það -
hrönnin svall af reiði,
þrekið mjalla Þórs um vað
þrengdi allar síður að,
nafna án galla um náhvals hlað
náði falla leiði.
3.
Hans þá skeið um lyngbaks land
liðugt greiðir ferða stand,
seglið, reiði og sérhvert band
sizt þó meiðast kunni,
aldan þreyði, en ekkert grand
öldin beið af stjórnar hand,
sjórinn reið um báru brand
beina leið á unni.
4.
Þá nafni Héðins fór í fjörð,
fagnaði téðum Víkur jörð, —
hún svo meður gæðum gjörð, —
gott hann skeði af henni,
þýðlátt veður þar um svörð
þrávalt gleður mann og hjörð,
af snjóa beðju eingin örð
ætla eg féð á renni.
5.
Nafni góða taki til
tvist ófróða mærðar spil,
klénan gróða af Eddu yl
eg kann bjóða fyrðum,
[skal þó] hnjóða vel í vil
Viðris glóð af þanka hyl.
Virð sem bróðir dælsku dyl*
og dáins flóð í kyrðum.
6.
Hafi ei nafni golu gráð
úr gjánni ófæru hlotið,
þegar hann sigldi um þorska
láð, þá er prik mitt brotið.


Athugagreinar

5.7 dyl: dul