Vordísin | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Vordísin

Fyrsta ljóðlína:Kom gullhærða vordís á vindanna braut
Höfundur:Gísli Jónsson*
bls.110
Bragarháttur:Fimm línur (þríliður) fer- og þríkvætt aBaaB
Viðm.ártal:≈ 1925
Tímasetning:1919
Kom gullhærða vordís á vindanna braut
og viðreis hið fallna og snauða.
Gef ársæld og fegurð og unað og skraut,
græð angandi blómskrúð um hjalla og laut,
veit ljósstraumi’ og lífi í hið dauða.