Söngur víkinganna | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Söngur víkinganna

Fyrsta ljóðlína:Þegar hægur vindur veitir
Bragarháttur:Fimm línur (tvíliður) fer- og sexkvætt AbAbO
Viðm.ártal:≈ 1875

Skýringar

Vantar að samlesa við örugga heimild.
Þegar hægur vindur veltir
vænni skeið um marar flóð,
þegar byrinn bátinn eltir,
bára strýkur knerri móð,
- víkingarnir vel sér una á votum öldum.

Þegar undan fleyi freyðir
 fljótu’, er brunar yfir mar, 
þegar út voðir vindur breiðir 
votar, herðir skýjafar, 
- víkingarnir vel sér una á votum öldum.

Þegar hvín í húnum öllum, 
hvítnar bára og rýkur sær, 
þegar undan ölduföllum 
aðeins skeiðin hlaupið fær, 
- víkingarnir vel sér una á votum öldum.

Ef að hvolfa öldur háar 
eiga á mari vænum knör 
og ef kaldar bárur bláar 
búa mönnum dauðaför, 
- víkingarnir vel sér una í votum öldum.