Ekki skaltu róa í dag | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Ekki skaltu róa í dag

Fyrsta ljóðlína:Heyrði eg þar sem Dimmadrag
bls.90
Bragarháttur:Fimm línur (tvíliður) aBaaB
Viðm.ártal:≈ 1925
Tímasetning:1933
Heyrði’ eg þar sem Dimmadrag
deilir Gráuhleinum,
bak við ólag örstutt lag:
„Ekki skaltu róa í dag,
ég ætla að rugla undir mínum beinum“.

Margir reru morgun þann,
mörg varð ekkja’ um daginn;
mörgum sorg í sálu brann,
síðan hef eg munað hann,
Gráuhleina dauðs-manns-beinagarðinn.