Draumskrímsli | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Draumskrímsli

Fyrsta ljóðlína:Eitthvað ljótt eg úti sá
bls.243
Bragarháttur:Fimm línur (tvíliður) fer-, þrí- og fimmkvætt:aBaaB
Viðm.ártal:≈ 1875
Eitthvað ljótt eg úti sá
undir grímu tjaldi,
mér nam ótta, blund svo brá,
brölti skjótt á fætur þá,
sjáfrátt allt hún svarta njórunn faldi.

Klæfár eg frá rekkju rann,
reikaði út að bragði,
hurð frá dróttum draga vann,
dauðahroll mig þrifinn fann,
því fjanda nálykt framan í við mín lagði.

Á hlaðinu úti hitti eg draug,
háðslegan drísilfjanda,
að mér sjónar bylti hann baug,
blásinn gegnum hverja taug
og klepraður úr kafaldi nástranda.

Á honum hangdu háðungar,
húðin lá í fergðum,
satans erki svipinn bar,
salamandra að neðan var,
en bolahaus á búknum ofanverðum.

Hrekkja langan hala dró,
honum um sig veifði,
endaþarmur eitri spjó,
ýldumökk á loftið sló,
sem hlauna gustur hvass í sundur dreifði.

Hangdi brúnin hýrusnauð,
í hálfa gátt var kjaftur,
högl af augum hrutu rauð,
haturs grugg á vörum sauð,
ofbauð mér hvað illa var hann skaptur.

Að nafni spurði eg vondan vætt,
hann velti úr tranti hljóði.
Leirhaus heiti eg (lét svo rætt),
Lernuvatns af skrímslis ætt,
klakinn út úr köldu hórdóms blóði.

Eg er rammur reimleiki,
rúinn allri snilli,
hlaupinn út af helvíti,
hef þó oft í ferðinni
sólkerfisins sveimað hlekkja milli.

Hefir mér í hendur starf
hilmir ára fengið,
lét mig verða tíkna tarf,
tæki öll eg hlaut í arf,
í satans nafni síðan út hef gengið.

Skugginn minni skýlir vömm,
eg skríð þá undir bekki,
ljósið er mitt last og skömm,
lundin er svo djöfulrömm,
vil eg enginn verk mín saurug þekki.

Rak svo aftur góma gátt
glópurinn jötunheima,
vildi eg inn í bæinn brátt,
brá þó sjón í vesturátt,
eitthvað leit eg aðkomandi sveima.

Þangað runnu tíkur tvær 
Tispa og Viktoría.
um þær skrímslið kreppti klær,
kynngi seiddar voru þær,
eigin kosið ólán má ei flýja.

Hrókurinn kastar hýði þá,
haminn frá sér lagði,
hunds í líki brátt sér brá,
er berkvikindin koma sá,
og við þær fastur varð á augabragði.

Fann eg hjá mér furutaug,
fyrr en allt um þrotni,
fram af ösku- hrakti -haug
hræin öll og sagði þaug
frjóvgast skyldur á forar Niflheims-botni.