Marsvínsreksturinn | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Marsvínsreksturinn

Fyrsta ljóðlína:Missum ei það mikla happ
Bragarháttur:Fimm línur (tvíliður) fer-, þrí- og fimmkvætt:aBaaB
Viðm.ártal:≈ 1825
Tímasetning:1829–32

Skýringar

Samið á árunum 1829–1832. Eiginhandarrit er varðveitt í Árnastofnun í handritasafni Konráðs Gíslasonar (KG 31 b I). Frumprentun í: Ljóðmæli eptir Jónas Hallgrímsson. B. Pjetursson og K. Gíslason hafa sjeð um prentunina. Khöfn 1847.
„Missum ei það mikla happ,
maginn kann þess gjalda!“
Heldur var í körlum kapp,
þeir köstuðu grjóti – ekkert slapp,
samt mun Hallur hlutnum sínum valda.