Lágnætti | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Lágnætti

Fyrsta ljóðlína:Margoft þangað mörg og grund
bls.10–13
Bragarháttur:Ferskeytt – hringhent (hringhend ferskeytla) – hringhenda
Viðm.ártal:≈ 1900
1.
Margoft þangað mörk og grund
mig að fangi draga,
sem þær anga út’við Sund
eftir langa daga.
2.
Bundinn gestur að ég er
einna best ég gleymi
meðan sest á sumri hér
sól í vesturheimi.
3.
Ekki er margt sem foldar frið
fegur skarta lætur,
eða hjartað unir við
eins og bjartar nætur.
4.
Kvikt er valla um sveit né sjá
svo að kalla megi;
raddir allar þagna þá,
þegar hallar degi.
5.
Sofnar lóa er löng og mjó
ljós á flóa deyja;
verður ró um víðan sjó,
vötn og skógar þegja.
6.
Hérna brunnu blóma munn
brosin sunnu viður,
nú að grunni út í unn
er hún runnin niður.
7.
Stjörnur háum stólum frá
stafa bláan ósinn
út við sjávar ystu brá
eftir dáin ljósin.
8.
Utar bíða óttutíð
Ægis fríðu dætur,
þar sem víði sveipar síð
sól um blíðar nætur.
9.
Á um njólu aldinn mar
út hjá póli gaman:
árdags sól og aftann þar
eiga stóla saman.
10.
Þeim er yndi út um sjá
yfir lindum bláum
skýjum bindast örmum á
eða tindum háum.
11.
Blómin væn þar svæfir sín
sumarblænum þýðum
yst í sænum eyjan mín
iðjagræn í hlíðum.
12.
Sléttu bæði og Horni hjá
heldur Græðir anda
meðan hæðir allar á
aftanklæðum standa.
13.
Ekki er nóttin leið né löng:
landið rótt þar bíður,
meðan hljótt að sævarsöng
sól um óttu ríður.
14.
Ægisdætur hafsbrún hjá
hárið væta langa,
sem hún lætur liðast frá
ljósrar nætur vanga.

15.
Sóley kær, úr sævi skjótt
sunnan skæra líður.
Sé þér bælr um bjarta nótt
bæði vær og þýður.