Íslendingar | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Íslendingar

Fyrsta ljóðlína:Éljaþjóð, um jökulgarða hnýsin!
bls.448
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður) fimmkvætt AbAbCdCd
Viðm.ártal:≈ 1925
Tímasetning:1914
Élja-þjóð, um jökulgarða hnýsin!
Jötunheima völd sem hafa girst:
hlutverk þitt er það, að brjóta ísinn
þjóðmenningu út að skauti nyrst.
Læra að kenna, að lífið heldur velli,
leið að björg til næsta sumars fæst,
þegar knýr – svo fé og mannkyn felli –
fimbulveður ísaldanna næst.

Gróandinn, sem sumar-lífi litkast
langvetraður, þroskast tíðum ört.
Það sem fljótast fegrast eða vitkast,
frelsast þar sem júnínótt er björt.
Oss finnst nærri gæfa að verða að gista
gadds og vetrarlönd, og sífellt því
eiga sælu sumardagsins fyrsta
sólskins-næmum tilfiimingum í.