1874 | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

1874

Fyrsta ljóðlína:1. Vakna þú, því haninn gjalli galar,
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður) fimmkvætt AbAbCdCd
Viðm.ártal:≈ 1875
Tímasetning:1874
1.
Vakna þú, því haninn gjalli galar,
göfuglynd og táphraust Íslands þjóð!
Vakna þú, því rómur tímans talar
til þín nú þó kosti líf og blóð.
Stattu upp með styrk og nýjum krafti.
Stæltir brandar gullu fyrr við rönd.
Höndin sú, sem skelfur ei á skafti,
skorið getur öll í sundur bönd.
2.
Líttu upp, ið forna er á förum,
flónskan ill, sem þjáði veika drótt.
Undan norðurs kólguskýja skörum
skína ljós sem eyða dimmri nótt.
Hertu tök, svo hvítni öflgir knúar.
Kjóstu stríð und sigurmeri háð.
Staðist fær ei falsið raga, er kúgar
fullhuganna djarfa augnaráð.
3.
Haldið áfram, hraustu, göfgu sveinar,
hnígið fyrr en víkið undan fet –
breytið hrjóstri í blómgar akurreinar,
best að fylla ykkar sigurmet.
Þá mun engin yrkt og velli frjóa
aftansólskin haustsins dvelja við;
áin bláa bakka grænna skóga
breiða móti vorsins gleðiklið.