Í landsýn | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Í landsýn

Fyrsta ljóðlína:Það tekst ekki, þoka, að þú gerir oss geig
bls.133
Bragarháttur:Átta línur (þríliður) fer- og þríkvætt aBaBcDcD
Viðm.ártal:≈ 1900
Tímasetning:1896

Skýringar

Birtist upphaflega í tímaritinu Bjarka, 1896, í þó nokkuð annarri mynd.
1.
Það tekst ekki, þoka, að þú gerir oss geig,
þó grúfirðu á ströndum og vogum;
þú situr nú voldug, en samt ertu feig,
því sól fer að austan með logum,
og þá lyfta fjöllin mín bládimmri brún
sem bíða hér róleg og fögur,
og dalirnir opnast með engjar og tún,
og íslenskar fornaldar sögur.
2.
Og hér er nú öruggur árdegis blær,
þó ekki sé léttar en svona,
en dagurinn hinn var svo heiður og skær,
þvæ hættum við aldrei að vona,
og þegar að myrkrið af fjöllunum fer
er færra í byggðinni að hræðast,
og þá verður skemmtun að horfa á þann her
sem hér er í þokunni að læðast.
3.
Og senn kemur Glóey á gnípur og fjörð;
og gott er að sjá hana skína,
og gaman að elska þig, íslenska jörð,
og árdegisgeislana þína.
Vi’ð vonum þú senn eigir svipmeiri þjóð
og senn verði heiðari bráin;
til þess orti Jónas sín þjóðfrægu ljóð,
til þess er Jón Arason dáinn.