Hendur og orð (II. ljóð) | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Hendur og orð (II. ljóð)

Fyrsta ljóðlína:Orð / Ég segi alltaf færri og færri orð
bls.11–13
Bragarháttur:Óháttbundið ljóð
Viðm.ártal:≈ 0
Tímasetning:1959
Orð
Ég segi alltaf færri og færri orð
enda hafði ég lengi á þeim illan bifur.
Tign mannsins segja þeir
þó þeir geri sér ekki ljóst að orð eru dýr
né með hverju þeir geti borgað.

Bráðum á að dimma
en annars vitum við ekki margt
sjá: hin fögru andlit
hin marglitu hrjáðu andlit líða hjá
líða hjá og hverfa.
og hispursmeyjar þar og hér
önnum kafnar að lengja sólarhringinn
(til þess að við gefumst ekki upp
í leit okkar að efnafræðilega hreinu tungumáli
til að nota í laumi.)

Nei við vorum trúi ég að tala um orð
ýmsum eru þau víst mjög leiðitöm —
þeir taka upp orð í kippum við götu sína
og tala — það fæ ég enn ekki skilið.

Hvað sem öllu líður vil ég biðja menn
að fara varlega með orð
þau geta sprungið
og þó er hitt öllu hættulegra
það getur vöknað í púðrinu.

Gagnvart þessum vanda hef ég lengi verið skelfingu lostinn
og reyndar vitum við mjög fátt
nema að bráðum á að dimma —

nýtt tungl
nýtt glas af víni
novissima verba.