Volvitur Ixion, et se seqviturqve fugitque *b | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Volvitur Ixion, et se seqviturqve fugitque *b

Fyrsta ljóðlína:Ixion liggur endilangur á einum hest
Höfundur:Gunnar Pálsson
bls.652-653
Viðm.ártal:≈ 0
Volvitur Ixion, et se seqviturqve fugitqve
Ov(idii) Met(amorphosis) 4


1.
Ixion liggur endilangur á einum hesti,
sig þar flýr og sjálfur eltir,
sí og æ þar stömpum veltir.
2.
Mar hefir þessi mjúkan gang og mikið skríður,
þarf ei taum né þénar keyri,
og þó eru enn hans kostir fleiri.
3.
Hann er ekki fóðurfrekur, fast þótt renni;
aldrei þyrstir, aldrei þreytist,
aldrei mæðist hann né sveitist.
4.
Aldrei villist, aldrei megrast, aldrei fitnar;
aldrei þarf það ess að járna,
því aldri kunna hans hófar sárna.
5.
Allt þeim sýnir uppi og niðri, er á honum liggur,
eins til hliða, en ei til baka,
en ekki mun það stórum saka.
6.
Aldrei hneggjar, aldrei teður, aldrei mígur,
aldrei heldur ber né bítur,
og best er það hann aldrei hnýtur.
7.
Þó kann nokkuð þykja samt að þingi vænu,
þeim skal ekki lesti leyna,
ef lyst kann nokkur fá að reyna.
8.
Þó hann hlaupi hart og títt sem haukur fljúgi,
allt hvað honum áfram líður,
aftur á bak það jafnótt skríður.
9.
Og höfuðsterkur heldur en ei má hvör sá vera,
er sér honum ætlar ríða,
því ella mun hann svima bíða.
10.
Því graslit öngvan getur sjá þar gjörir hann renna,
allt um kring er allt sem snúist,
eflaust vona eg þessu trúist.
11.
En gettu nú; hvað hesturinn heitir, heillamaður;
upphryggjaðan eg hann greini,
en einkennum hans mörgum leyni.
12.
Góðfengur og gæfur er hann, nær girnist taka;
ef annar gengur undan hestur,
er hann þá til ferðar bestur.