Hátt upp í hæðir | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Hátt upp í hæðir

Fyrsta ljóðlína:Hátt upp í hæðir
bls. 209
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Hátt upp í hæðir
mitt hjarta lyfti sér.
Guð, sem nú gæðir
mig gleði, lofa ber.
Nýjan dag vott um nýja eg sé
náð nú sem lætur
náðugur Guð í té,

2.
Hans náði heyra,
þá hóf eg andvarp klökkt,
fúst föðureyra,
fann mína nauðsyn glöggt.
Þá fyrsta byrjast þörfin vann,
um ásjá bað eg,
og amen sagði hann,

3.
Guð! hverju gjalda
gjöf þína má eg nú?
Þökk þúsundfalda
þér ber eg fram í trú,
að um mig hugað enn er þér.
Gef gáfur þínar
að góðu verði mér,

4.
Enn framar feti
færist eg lífs á skeið.
Gef æ eg geti
gengið fram dyggðaleið,
takmark míns lífs sé takmark það
oss fýsi að finna
nær flytjumst eilífð að,