Særi ég yður við sól og báru | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Særi ég yður við sól og báru

Fyrsta ljóðlína:Frá strengjum glampa glæringar
bls.209
Bragarháttur:Tvöföld ferskeytla með forlið
Viðm.ártal:≈ 1900
Tímasetning:1899

Skýringar

Undir titli stendur „– Matth. Jochumsson.“ og er heiti ljóðs sótt til hans.
1.
Frá strengjum glampa glæringar,
og gullið fyllist hljóðum
við Bragaseið — og særingar —
þinn sjáandinn í ljóðum.
Eg veit þér fundust hróður-hljóð
og húmdimm vestur kvöldin
og vildir lýsa þinni þjóð —
og þökk fyrir ljósa-höldin.
2.
En kveikja óðareld sem skín
við aldrei munum kunna.
Hún yrði hljóðlaus harpan þín
í höndum slíkra klunna,
því listin flutti’ ei enn þá inn
á óðul fyrir vestan —
við gætum heldur hjörinn þinn
í hendi greipt og hvesst’ann.
3.
Og þó oss örðugt yrði í styr
og iilt að halda velli,
að slíðra oddinn ekki fyr
en einhver lygin félli,
svo enginn þyrði að flytja frétt
er féllum lágt í valinn:
um Hólamanna höggin létt —
þó höndin væri kalin.
4.
En það mig hefir þráfalt dreymt,
að þegar aldir líða
og hreysti-orðið hvert er gleymt,
og höggin þeirra er stríða:
og hvað sem verður ofan á
og efni að semja frið um,
þín sáttfús ljóðin setjast hjá
og segja fyrir griðum.
5.
En týnt er ekki tungumál
— þó torkennt sé og blandið —
hjá fólki er verður sína sál
að sækja í heima-landið. —
Þó hér sé starf og velferð vor
o)g vonin, þroskinn, gróðinn,
er þar vort upphaf afl, og þor
og æskan, sagan, ljóðin.