Systra kvæði | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Systra kvæði

Fyrsta ljóðlína:Enginn maður það vissi
bls.133–134
Viðm.ártal:≈ 0
Flokkur:Sagnadansar
1.
Enginn maður það vissi
á meðan það var,
utan mín yngsta systir,
og það fór þar,
þó hlaut eg minn harm að bera í leyndum stað.

2.
Systir sagði móður það,
vissum við af því allar þrjár.
3.
Móðir talaði nokkur orð,
það fluttist fram á kóngsins borð.
4.
Kóngurinn sendi mann til mín,
beiddi mig að ganga í höll til sín.
5.
„Þú munt verða að segja mest
hvörjum unnir manni best.“
6.
„Vilkin var sá mannsari ríkur,
enginn fæðist annar slíkur.“
7.
„Heyrðu það, litla Agnes mín,
hvað fékk hann þér fyrir viljann sinn?“
8.
„Sá er hringur af brenndu gulli,
eg borgaði um síðir hann að fullu.“
9.
„Kallið á Vilkin hann komi til mín,
spillt skal hann sjálfri eigu sín.“
10.
Hægra fæti í höllina sté:
„Sitjið heill, kóngur, hvað viljið mér?“
11.
„Heyrðu það, Vilkin, mannsari ríkur,
Agnes unga er þinn líki.“
12.
Agnes faldar höfuð með lín,
Vilkin blandar mjöð og vín.
13.
Tólf áttu þau börnin
á meðan það var,
fleiri áttu þau kastalana,
og það fór þar,
þó hlaut eg minn harm að bera í leyndum stað.