Auður og áhyggja | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Auður og áhyggja

Fyrsta ljóðlína:Þeir sem hlaðast heimsins gæða safni
bls.18-19
Bragarháttur:Stuðlafall – frumoddhent (frumstiklað) – síðtvíþætt
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Þeir sem hlaðast heimsins gæða safni
eru líkir ösnum þeim
út í ríkum suðurheim.
2.
Þessir bera þrátt á sér um daga,
á sem reynir aflið hart,
eðalsteina, gull og skart.
3.
En nær leiðin endast greið að kvöldi
sínum búning svo með hast
sveittir og lúnir úrfærast.
4.
Þreyta sjúkir þeir með búkinn hruman,
allri prýði alsneyddir
eru síðan burtleiddir.
5.
Margir virðar Mammons byrðum undir
allt eins kjaga ofþyngdir,
alla daga hugsjúkir.
6.
Oturs gjöldum allt að kvöldi safna;
þiggur auðinn þanka haf
þar til dauðinn sprettir af.
7.
Hrekjast síðan hér þá líður ævi
baksárir af byrðum þeim,
bersnauðir úr þessum heim.
8.
Þannig tíðum þessum lýðum gengur.
Betra mundi meiðum seims
minna stunda gæði heims.