Hver á mína hurð þar ber? | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Hver á mína hurð þar ber?

Fyrsta ljóðlína:Hver á mína hurð þar ber?
Þýðandi:Robert Burns
bls.132
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður) fer- og þríkvætt aBaBcDcD
Viðm.ártal:≈ 1900
Tímasetning:1908

Skýringar

Prentað í Eimreiðinni, 2. tbl. 14. árg 1908, bls. 107. Frumkvæði Burns heitir Findley.
1.
„Hver á mína hurð þar ber?“
„Hver annar en Finni“.
„Burt! Þú vera ei mátt hjá mér.“
„Má eg víst“, kvað Finni.
„Hvað, með þjófs-hátt þú fer nú?“.
„Þorðu að sjá“, kvað Finni.
„Hrekk að vinna hyggur þú.“
„Hygg eg svo“, kvað Finni.
2.
„Slaki eg til og sleppi’ inn þér,“
„Slepp mér inn“, kvað Finni,
„vöku halda muntu mér“.
„Mun ég víst“, kvað Finni.
„Ef að þig mér hýsi eg hjá,“
„Hýstu mig“, kvað Finni,
„dvelur, þú uns dags skín brá“.
„Dvelja’ eg mun“, kvað Finni.
3.
„Ef hér verðurðu’ alla nótt,“
„Eg verð hér,“ kvað Finni.
„kemurðu — uggi’ eg — aftur fljótt,“
„Efalaust“, kvað Finni.
„Leynt hvað sker í luktri krá.“
„Lát það ske,“ kvað Finni.
„Dyl til dauða og legg í lág!“
„Lofa eg því,“ kvað Finni.


Athugagreinar

Frumtexti Burns:
’Wha is that at my bower-door?’
’O, wha is it but Findlay!’
Then gae your gate, ye’se nae be here,
’Indeed maun I!’quo Findlay.
’What mak ye, sae like a thief?’
’O come and see!’quo Findlay,
’Before the morn ye’ll work mischief?’
’Indeed will I,’quo Findlay.
’Gif I rise and let you in’-
’Let me in!’ quo Findlay -
’Ye’ll keep me waukin wi’ your diin?’
’Indeed will I!’quo Findlay.
’In my bower if you should stay’-
’Let me stay!’quo Findlay-
’I fear ye’ll bide till break o’ day?’
’Indeed will I!’ quo’ Findlay,
’Here this night if ye remain’-
’I’ll remain!’ quo’ Findlay-
’I dread ye’ll learn the gate again?’
’Indeed will I!’ quo’ Findlay.
’What may pass within this bower’-
’Let it pass!’ quo’ Findlay
’Ye maun conceal till your last hour’-
’Indeed will I!’ quo’ Findlay,