Á vori nýju | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Á vori nýju

Fyrsta ljóðlína:Á vori nýju, er grundin góða stóð
bls.Tridektria numero - 12a Novembro 1999
Viðm.ártal:≈ 1550–1575
Tímasetning:1560
Flokkur:Ástarljóð

Skýringar

Ljóðinu er snúið eftir esperantoþýðingu Gaston Waringhien úr bókinni La Renesanca periodo sem er númer II í flokknum Tra la parko de la franca poezio.
Sjá Poetika retejo: La jar’ rejuniĝanta
Ljóðið birtist fyrst á frönsku í „Les Amours“ (Ástarljóð) 1560.
Á frönsku hefst ljóði þannig:
L’an se rajeu nissouit en sa verde jouvence,
quand je népris de vous ma Sinope cruelle
Á vori nýju, er grundin góða stóð
í grænu skrúði, fylltist ég af þrá
og ást til þín sem ung og heið á brá
varst eins og blómið, fríð og vangarjóð.

Þín æska skein sem eldsins bjarta glóð,
jafn yndislegan munn ei nokkur sá,
enni svo glæst né augu himinblá.
Ó, að þau mættu lýsa mína slóð.

Þá greypti ástin unga þína mynd
innst í mitt hjarta sem á fastan stein. –
Þótt fokin sé þín fegurð nú í vind
þar finnst hún enn jafn morgunbjört og hrein –
og fram þó líði tíma- og tregans lind
þín töfrafulla minning ríkir ein.