Rökkurljóð | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Rökkurljóð

Fyrsta ljóðlína:Bleikur máni fjöll og fjörðu
bls.118
Bragarháttur:Fjórar línur (tvíliður) OAOA
Viðm.ártal:≈ 1900
1.
Bleikur máni fjöll og fjörðu
fögrum vefur töfrahjúpi,
hjalar unn við strandar steina,
stunur berast upp úr djúpi.
2.
Ég á engin ljóð að lýsa
litaskrauti mánakvelda,
yfir bárum láta loga
lagardísir þúsund elda.
3.
Ég á engin orð að lýsa
unun sem ég finn í barmi,
vagga í svefni ungar öldur
öllum mínum gamla harmi.
4.
Gettu vina! hvað ég hugsa
hugfanginn í rökkurblíðu,
ég hugsa um þig og enga aðra,
augu þín og vanga fríðu.
5.
Ég er að hugsa um hvað það væri
himnesk sæla að mega lifa
með þér einn er mánageislar
munarún á sjóinn skrifa.