Í þúsund ár og lengur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Í þúsund ár og lengur

Fyrsta ljóðlína:Brynjast hef ég
Höfundur:Christian Matras
bls.2. árg. bls. 90
Bragarháttur:Óháttbundið ljóð
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:2004
Flókaskór á hálum steinum
í urðinni undir kambinum
mennirnir
bátarnir
sjósetning
þungir hlunnar
þönglar og ólög
menn í myrkri
sem heyrðu til huldumanna
í urð og á báti
út á miðin —
allt þetta var til
í þúsund ár og lengur.
Þetta eru Noregsmenn
vestur í hafi
sestir í óbyggðir
og úteyjar
sestir að á brimströnd
með hleinar og urð
undir háum kambi.
Undarlegt fólk þessir Noregsmenn
sem sköpuðu okkur örlög
sköpuðu örlög okkar
í þúsund ár og lengur.