Hvunndags | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Hvunndags

Fyrsta ljóðlína:Stormana stríðu
Höfundur:Olav H. Hauge
bls.5. árg. bls. 30
Bragarháttur:Óháttbundið ljóð
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:2007

Stormana stríðu
hefur þú að baki.
Þá spurðir þú ekki
hví þú varst til,
hvaðan þú komst, eða hvar þú gekkst,
þú bara varst í storminum
varst í eldinum.
En það er líka hægt að lifa
í gráma hversdagsins
setja niður kartöflur, raka lauf
og bera birkivendi,
það er svo margt að hugsa um hér í heimi,
eitt mannslíf dugir ekki til.
Eftir dagsstritið geturðu steikt kótilettu
og lesið kínverskan brag.
Laertes gamli klippti til runna
og plantaði fíkjutrjám,
og lét hetjurnar berjast við Tróju.