Heilags anda höllin glæst | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Heilags anda höllin glæst

Fyrsta ljóðlína:Heilags anda höllin glæst
bls.70–72
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður) fer- og þríkvætt aBaBaBcc
Viðm.ártal:≈ 1400–1550
Flokkur:Helgikvæði

Skýringar

Tvær seinustu línur hverrar vísu eru eins konar stef.
1.
Heilags anda höllin glæst,
hróðurinn vil eg þér færa.
Þú ert gimsteinn og guði næst,
göfugust himna kæra.
Í brjósti þínu beint er læst
bæði heiður og æra.
Lát þú mig þinnar líknar fá,
lifandi drottning Máríá.
2.
Eigi reiðstu Jesús *mær
þó ætli eg vísu bjóða,
sjálfum ertu Kristi kær
og kenning alls ins góða.
Minni vertu mælsku nær,
miskunn allra þjóða.
Lát þú mig þinnar líknar fá,
lifandi drottning Máríá.
3.
Af fögnuðum þínum fimm eg tér,
frú mín allra náða.
Vitið og orðnógt veittu mér,
vífið himna láða.
Mildur guð slíkt mönnum lér,
máttu þessu ráða.
Lát þú mig þinnar líknar fá,
lifandi drottning Máríá.
4.
Frúin himnanna fögnuð hlaut,
fremst af öllum kvinnum,
engla sæmd með æru og skraut,
það ýtar hafa í minnum.
Vef þú að oss þitt verndar skaut
svo vísar náðir finnum.
Lát þú mig þinnar líknar fá,
lifandi drottning Máríá.
5.
Af kveðju Gabríels, krúnuð rós,
kom þér gleði til handa.
Fékkstu heiðurinn, fögur og ljós,
frumsmíð allra landa.
Þinn mun vegurinn, voldug drós,
svo vítt um heiminn standa.
Lát þú mig þinnar líknar fá,
lifandi drottning Máríá.
6.
Fékkstu annan fögnuð víst,
frómust Jesús móðir,
þá fæddir signaðan son þinn Krist,
segja það ýtar góðir,
að engin mun þér æðri *list,
aldri eru svo fróðir.
Lát þú mig þinnar líknar fá,
lifandi drottning Máríá.
7.
Þriðja var þann fróma frygð,
fegursta heimsins kæra.
Kóngar þrír með kurt og dyggð
kunnu yður færa
myrru og reykelsi, minnst af hryggð,
og mektugt gullið skæra.
Lát þú mig þinnar líknar fá,
lifandi drottning Máríá.
8.
Fjórða var þann fagnaðar akt,
eð fegursta blómið rauða.
*Profetar hafa það prúðir sagt,
postular misstu dauða
þá son þinn reis með sjálf síns makt,
sannliga upp af dauða.
Lát þú mig þinnar líknar fá,
lifandi drottning Máríá.
9.
Fimmta er svo fáheyrð grein
að fæstir eftir líkja,
að hóf þig upp með hold og bein
heim til sinna ríkja,
sannliga fylgir sálin hrein
so má hér að víkja.
Lát þú mig þinnar líknar fá,
lifandi drottning Máríá.
10.
Ei var kveðja af Kristi sein,
en kættust englar góðir:
„Kom þú signuð, sæt og hrein,
sjálfs míns eigin móðir.
Engin skal þér æðri nein,
yfir allar heimsins þjóðir.“
Lát þú mig þinnar líknar fá,
lifandi drottning Máríá.
11.
Heilög gleði í himna byggð,
hófst með söngva greinum
þá er keisarans krúnuð dyggð
kom með geislum hreinum.
Veittist aldri viðurlík frygð
veraldar manni neinum.
Lát þú mig þinnar líknar fá,
lifandi drottning Máríá.
12.
Búið er kvæði beint í stað
um brúði himna tiggja,
væri sá sæll ef vildi það
veglig Máría þiggja.
Þessa faðir minn fyrri bað,
eg fann honum þótti á liggja.
Lát þú mig þinnar líknar fá,
lifandi drottning Máríá.
13.
Báðum okkur bjarga þú
með bænar orðum fríðum,
annars heims og einninn nú
áður í burtu líðum.
Sé þér vegurinn sannleiks brú
með sjálfum drottni blíðum.
Lát þú mig þinnar líknar fá,
lifandi drottning Máríá.
14.
Fullkomliga þú fyrirlát mér,
hin fegursta heimsins kæra,
að djörfung hefi eg að dikta hér
um drottins móður skæra;
annars heims eg ætla þér
auma sál að næra.
Lát þú mig þinnar líknar fá,
lifandi drottning Máríá.
15.
Beiði eg konur og bragna þess
af bestu elsku sinni
að segi Máríu sætleiks vers,
sé hér drottinn inni.
Hver, sem þenna hróðurinn les,
hafi og leggi í minni.
Lát þú mig þinnar líknar fá,
lifandi drottning Máríá.


Athugagreinar

2.1 mær] < mier 713 [breytt vegna ríms].
6.5 list] [Ef til vill ætti að skrifa ;líst;].
8.3 Profetar] < ;prophetar; í 713.
Ath. Í 7.1 er þf. kk., ;þann;, haft í stað nf. kvk., ;sú; og í 8.1 í stað nf. kk, ;sá;.
14.
erindi var númer 10 í handriti en hefur verið fært þar sem það á efnislega heima og hefur vafalaust staðið svo í upphafi.