Faðir kistulagður | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Faðir kistulagður

Fyrsta ljóðlína:Ennið ískalt
Höfundur:Stefán Snævarr
bls.8. árg. bls. 90
Bragarháttur:Óháttbundið ljóð
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:2010
Ennið ískalt
húðin bókfell
saga skráð
um birtu og yl.

Hver skráði?
Sá sem lukti
blindum augum?
Sá sem máði brosið burt?

Nei því ennið enn þá bjart
augun stafa geislum
brosið orðið ljós
sem skín mér
innst, allra innst.

Alltaf.