Einn af guðum þeirra | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Einn af guðum þeirra

Fyrsta ljóðlína:Þegar einn af þeim gekk yfir markaðstorgið í Selevkíu
Þýðandi:Atli Harðarson
bls.8. árg. bls. 46
Bragarháttur:Óháttbundið ljóð
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:2010 (þýðing)

Skýringar

Serapion, sem getið er fyrir miðju ljóði, var hof sem Ptolemaeus þriðji lét byggja á þriðju öld fyrir Krist. Það var stærst allra grískra helgistaða í Alexandríu og helgað guðinum Serapis sem talinn var verndari borgarinnar.
Þegar einn af þeim gekk yfir markaðstorgið í Selevkíu,
um það leyti sem kvöld lagðist yfir, eins og unglingur,
hár vexti og svo fagur sem mest getur verið,
með gleði óforgengileikans í augunum
og ilm í svörtum lokkum,
þá litu vegfarendur upp
og spurðu hver annan hvort nokkur þekkti hann
og hvort hann væri sýrlenskur Helleni eða útlendingur.
En fáeinir sem tóku betur eftir
skildu hvers kyns var og viku til hliðar;
og þegar hann hvarf undir súlnagöngin
inn í ljós og skugga kvöldsins
í átt að borgarhluta sem lifnar aðeins um nætur,
þar sem er svall og munúð
og hvers kyns ölvun og frygð, þá varð þeim
umhugsunarefni hver af Þeim hann gæti verið
og hvaða grunsamlegu skemmtanir
hann sækti niðri á götum Selevkíu, fjarri þeim
dýrðlegu sölum sem mest eru í hávegum hafðir.