Í fjallakofa | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Í fjallakofa

Fyrsta ljóðlína:Rasskuldi / hringsnúist í fleti
Höfundur:Ingunn Snædal
bls.8. árg. bls. 22
Bragarháttur:Óháttbundið ljóð
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:2010
rasskuldi
hringsnúist í fleti
í púpulaga svefnpoka
dregnum saman undir hökunni
hrímað nef og vindurinn ýlir
við veðrað húshorn

köld sól brotnar á rúðunni
geislarnir falla fölir og örmagna til jarðar

óhugsandi langt út á kamar