Bátur lífsins | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Bátur lífsins

Fyrsta ljóðlína:Þín vitjar brátt feigðin, en veist ekki að þú líður
Höfundur:Pär Lagerkvist
bls.10. árg. bls. 40
Bragarháttur:Óháttbundið ljóð
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:2012 (1950)
Þín vitjar brátt feigðin, en veist ekki að þú líður,
á báti lífsins burt til fjarlægra landa,
þar sem heilsa þér morgnar á huldum ströndum.

Kvíddu samt engu. Óttastu ei tímamót þessi.
vinsamleg hönd mun hagræða seglum bátsins,
sem ber þig frá kvöldsins byggðum til dagsins ríkja.
Gakktu svo niður geiglaus í strandanna þögn,
grasmjúkan stíginn, sem liggur um rökkurengið.