Rímur af Flóres og Leó – níunda ríma | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Rímur af Flóres og Leó 9

Rímur af Flóres og Leó – níunda ríma

RÍMUR AF FLÓRES OG LEÓ
Fyrsta ljóðlína:Máls um teiga mansöngs bagan má nú renna
bls.124–137
Bragarháttur:Afhent – hringhent
Viðm.ártal:≈ 1625
Flokkur:Rímur
1 Máls um teiga mansöngs bagan má nú renna,
afhent mega allir kenna.
 
2 Raddar smugur reyndar gjörast nú róma bágar,
skelfist hugur við listir lágar.
 
3 Lánið fá þeir lœra bókar listir snjallar,
musicam og menntir allar.
 
4 Hafa klár sér hyggindin fyrir hvarma sólum,
þeir margt eru ár í meistara skólum.
 
5 Gefa til rœmda gull og garða, góssið hrönnum,
so verði að sœmdar vildis mönnum.
 
6 Þegar að mönnum minnkar heimska máls um polla,
í virðingunum vilja tolla.
 
7 Menntir lœgri meiri er von þeim muni til falla,
á hvörju dœgri i heimsku falla.
 
8 Í áhuga ströngum ár og dag þeir eru méð nauði
safna löngum litlum auði.
 
9 Auðs hjá grundum ung með börn um álfur byggja
nauma stundum nœring þiggja.

10 Lúanum með þeir leita fæðslu lands um grundir,
skuldaféð eru okaðir undir.
 
11 Margur er gæddur góðri spekt og gæsku mektum,
þó hann sé ei fæddur af háum slektum.
 
12 Af mennta áskotni maður þarf enginn mikið stakka,
einum drottni er allt að þakka.
 
13 Enginn hefur af sér sjálfum auðlegð fríða,
hana gefur lausnarinn lýða.
 
14 Af veraldar góssi viskan ber, því vel má hrósa,
hana mér því helst vil kjósa.
 
15 Að aura prangi ekki fer hún auðs hjá lundum,
hinir í fangi hafa hana stundum.
 
16 Þó skulda gerð með skatt og toll sé skyldur að gjalda,
lengst hann verður henni halda.
 
17 Með lagaflókum lands má hún ei af lýðum þyljast,
né flœrðar krókum frá honum skiljast.
 
18 Mínu af letjast mansöngs bangi menja hrundir,
verð því setjast söguna undir.
 
19 Sónar gildi seinast áðan so réð bíða,
Flóres vildi við risann ríða.
 
20 Clemus ansar ungum so með öngri kæti,
þegninn stansaði þessi læti.
 
21 „Hafðu mín ráð og hirð ei risans hreysti reyna,
af honum náð fær ekki neina.

22 Orrustu plöggin öll eru mín að elli gengin,
þrælsins höggin þola þau engin.
 
23 Hafa óklár í kofanum reykjar kolsvört legið,
í þrjátiu ár hef þau ei dregið.
 
24 Verða að liði veiklega þér við vopna tundur,
af gömlu ryði grafin í sundur.
 
25 Brenglað spjót en bláfast ryðað bal á sverði.“
Flóres mót þá mæla gerði:
 
26 „Eg þig neyði öll fyrir krafta æðstu gildi,
þín hertý beiði mér veita vildi.
 
27 Með hógværu mitt er geð þó megi ei skína,
þau munu æru auka mína.“
 
28 Clemus gildi karl sá Flóres kapp úr máta,
að hann vildi ei af því láta.
 
29 Randa málm tók rekkurinn þá og ryðuga vetti,
karlirm hjálm á höfuð hans setti.
 
30 Með saurugum lit var Sörla hjúpur svartur og leiður,
músadrit og maðkahreiður.
 
31 Göngu- vöfðu vefnað -rófur um vigra kengi,
valskir höfðu í vorpið lengi.
 
32 Brandur var grár, úr bali varð sverð ei burtu dregið,
í þrjátíu ár hafði þar í legið.
 
33 Í kolgráan tekur Clemus meðalkafla á sverði,
lengi skekur, ei losna gerði.

34 Reisti upp bal, en rekkurinn stóð á ryðugu klóti,
nær ei fal með nokkru móti.
 
35 Klóts í tanga Cládíus tók, en karl hélt sverði,
út það ganga erfitt gerði.
 
36 Hertu átak og hvor frá öðrum harðlega rykkti,
aftur á bak þeim báðum skrykkti.
 
37 Æpandi nær upp stóð karl á augabragði,
Flóres hlær, við föður sinn sagði:
 
38 „Ekki er skrafið, ár eru mörg og aldur teygið,
síðan þér hafið sverð út dregið.“
 
39 „Haf það nakið hlið þér á,“ að hinn réð spjalla,
„eins á bakið ei munt falla.
 
40 Er það traust nær einn við risann ertu að herja,
þá mun laust nær þarft þig verja.“
 
41 Gamla hest, sem gjald fyrir tærði, gjörir fram leiða,
og honum réð flest fyrir högg að greiða.
 
42 Söðullinn hvað sótugur þótti segjast má undur,
fúið af skinn og flakti í sundur.
 
43 Beislið lítt var bærilegt staðarins bustaradrengjum,
saman hnýtt með seymis þvengjum.
 
44 Flóres glaður fá sér spjótið föður sinn beiddi,
Clemus hraður karl það greiddi.
 
45 Hænsnin setið höfðu á því og hraklega kálað,
aumt með dritið allt útmálað.
 
46 Yfrið fljótt á ess hljóp Flóres altygjaður,
vænt um þótti og var þá glaður.
47 Með ryðugu spjóti hann reið í borg og rotnar spengur,
Clemus fót á karlinn gengur.
 
48 „Far nú,“ segir hann, „Flóres ungi í frið og náðum.“
Karl sig beygir í knjánum báðum.
 
49 „Hann, sem skapti himin, grund og hafið víða,
gefi þér kraft við risann að ríða.
 
50 Gætur á halt sem gaurnum höggin gefurðu stærri,
verða skaltu víst mér kærri.“
 
51 Flóres kvað: „Þeim fúslega skal eg fylgja rómi,
gæti að mér græðarinn frómi.
 
52 Með öllum rausnum yðar skal vilja eg framkvæma
og kauðans hausnum kónginn sæma.“
 
53 „Á múr og turna mun eg hraður mjög upp spranga,
vita hvörninn vill þér ganga.“
 
54 Kappinn mætur kveður frú og Cládíum hljóða,
Flóres grætur falda tróða.
 
55 Clemus hefur karl um Flóres kvíðann stærsta,
mjúkt sig vefur á múrinn hæsta.
 
56 Með grátinn þunga gjörir nú hryggur guð so biðja:
„Styrk minn unga ástar niðja.
 
57 Drottinn góður, dugðu honum dólg að fella,
Frakklands þjóðir fargast ella.

58 So gefist friður, guð minn, fyrir hann göfugu mengi.“
Clemus biður karl so lengi.
59 Hvör hann sér með hlátri talar háðgjarn lýður:
„Skínandi hér einn riddari ríður.“
 
60 Einn það sagði: „Ef sjá heiðnir ástvin þenna,
á augabragði undan renna.“
 
61 Annar snjallt kvað Artus kappa einn þar spranga:
„Nú mun allt til grunna ganga.
 
62 Marsibilla mun hann festa mey so fríða
og risann illa rúnt af sníða.“
 
63 Flóres þar um foldu reið hjá firðum kátum,
gaf sig ei par að gikkja látum.
 
64 Með öllum burðum inn reið port ei orðasjúkur,
við staðarins hurðu stóð einn múkur.
 
65 Rekkur sá hans ryðug herklæði með römmu spotti,
niður sér [þá] í gaupnir glotti.
 
66 „Æ,“ segir hann, „þarf öðling Frakka ekki að kvíða,
nú fær mann við risann að ríða.
 
67 Af herklæða lögun hals mega engin heita undur,
þó risans augun rynni í sundur.“
 
68 Þá mælskufrekur múkurinn er nú margt að spjalla,
risinn tekur rammur að kalla:
 
69 „Látið upp hliðin,“ loddarinn gjörði ljótur segja,
„ellegar þið skuluð allir deyja.

70 Sé það ei gert eg sundur brýt hér súðir og kengi,
Dagóbertum dögling hengi.
71 Með öngvum frið eg allt skal Frakkland eyða og bramla,
yðar kann guð því ekki hamla.“
 
72 Þá herrar svarnir hljóðin risans heyra gjörðu,
höfðingjarnir hræddir urðu.
 
73 Flóres heyrir hljóðin risans og hótan stríða,
öngvu eirir, út vill ríða.
 
74 Þeirri af furðu þó bar Flóres þankann káta,
vaktarinn hurðu varð upp láta.
 
75 Með blakkan hníf úr borginni reið og bognu spjóti,
ryðugri hlíf þar risanum móti.
 
76 Á múrinn tvistur margur gjörði maður upp kreika,
hafa þeir lyst að horfa á leika.
 
77 Flóres ríður rétta leið að risanum skæða,
þá sá hann stríður so gjörir ræða:
 
78 „Því hefurðu þjáning, hvört ætlar þú helst að ríða,
máske gáning mig við stríða?
 
79 Það eg sver, mér þín herklæði þykja ljóma,
þakka ber yður þennan sóma.
 
80 Þess mig getur þau hafir ekki þrávallt dregið,
tuttugu vetur í taðhaug legið.
 
81 Farðu heim aftur, fylkir Párís fyrir mig kalla,
mun hann við kraftur meiri að svalla.

82 Voðaleg mér væri skömm hjá virða mengi,
ef við þig í einvíg gengi.“
 
83 Flóres reiður ræddi so við risann skæða:
„Gaur þú leiður gjörir mig hæða.
 
84 Þína kátínu þú mátt sjálfur, þengill, eiga
og aðra látínu læra mega.
 
85 Hef eg nú þenking hilmir Frakklands heiðri æra,
þitt höfuð í skenking honum að færa.
 
86 Hirtu ei mig að hæða því með hrópi leiðu,
vakta þig og vert til reiðu.“
 
87 Reið nú beint að risanum skæða rekkurinn góði,
með sér leynt hann mælti í hljóði:
 
88 „Drottinn sýn þá dásemd mér eg deyði hinn arga,
sem girnist þínu fólki farga.
 
89 Dug mér ljá á degi þessum dólg að sigra.“
Leggur hann þá til loddarans digra.
 
90 Sterklega rak hann stöng fyrir brjóst á stála njóti,
so aftur á bak datt aulinn ljóti.
 
91 Féll hans skrokkur fljótt til jarðar fylltur móði,
leðurrokkurinn litaðist blóði.
 
92 Karl á múrnum Clemus þá tók kæti að fanga,
er hann sá hans atreið stranga.
 
93 „Gamlan mig, minn góði son, það gleður í elli,
að eg sé þig so vakran á velli.

94 Ágæt var sú auðnustund þá eg þig nærði,
á herðum bar og hingað færði.“
 
95 Með reiði þunga reis á fætur risinn trylldi,
Flóres unga fanga vildi.
 
96 Glennti fingur með grimmd, til Flóres gaurinn lagði,
hinn var slyngur og hraður í bragði.
 
97 Síðan hraður sitt tók Flóres sverðið blakka
og lét óstaður leikinn skakka.
 
98 Hugsar hinn mildi hvörninn riddara hinum réð ganga,
og sig skyldi eins ei fanga.
 
99 Höggið kynstra halurinn þá með hrotta greiddi,
armlegg vinstra af honum sneiddi.
 
100 Hann réð detta á hauðrið niður og hringdi stúfi,
Clemus þetta karl sá ljúfi.
 
101 Af góðri von so gjörði ræða gamli maður:
„Æ, minn son, eg er nú glaður.
 
102 Sæmd var stærsta son minn fyrir þig silfrið tæra,
en prýðin hæsta í Párís færa.
 
103 öngvan brestinn á veit þínum æskufaldi,
vel fyrir hestinn varið er gjaldi.
 
104 Hina, minn son, hans höndina láttu hjörinn af klípa
þá er von að þræl muni pípa.“
 
105 Halsins ræður heyrði Flóres hraður á stræti,
léku hans æðar af lifandi kæti.

106 Merkir bráður á múrnum gladdist múgurinn tvisti,
sem horfa áður á leikinn lysti.
 
107 Reiður í bragði risinn varð af römmu sári,
við Flóres sagði falskur dári:
 
108 „Handlegg minn þó hafi þinn ryðugur hjör af sneiddan,
fanturinn mig fær ei deyddan.
 
109 Úr Frakklands her þó 15 riddara fengir snjalla,
við Makon sver, þeir mundu falla.
 
110 Getur þinn móti guð þar ekki gjört að standa.“
„Þú lýgur,“ kvað hinn, „með leiðum anda.
 
111 Styrkir mig hinn sterki guð með stórum krafti,
sá sem þig og þjóðir skapti.
 
112 Þú skalt brátt það fregna fá,“ kvað fæðir nauða,
„hvað hann ber mátt að hjálpa af dauða.“
 
113 Heiftin fló þá hart í geð á halnum milda,
Flóres sló til fantsins tryllda.
 
114 Höggið undir hattinn kom, sem hausinn læsti,
hraut á grundir hjálmurinn glæsti.
 
115 Með þungu geði þreif í skjöldinn þegnsins káta,
Flóres réð hann lausan láta.
 
116 Kastar rígur risinn honum á reynir spanga,
skjöldurinn flýgur hjá Flóres vanga.
 
117 Á hægra lær hans hratt þá risinn hnefanum skelldi,
af hesti nær þá Flóres felldi.

118 Sjálfur rétti sig þó við hinn sæmdar mildi.
Clemus þetta karl sá gildi.
 
119 Segir hann hátt: „Mér sýnist þú, Flóres, sofandi ríða,
son minn, láttu svefninn bíða.
 
120 So ef sker þú sért af risanum sviptur lífi,
Frakkland er í fárlegu kífi.
 
121 En af fer glottið ef þú risann unnið getur,
á þig spottið enginn setur.“
 
122 Halurinn nær þau hrjóðin Clemus heyra gerði,
til risans slær með ryðugu sverði.
 
123 Hart við plátu herðabeinsins hjörinn buldi,
sem maðkaátuna mildings huldi.
 
124 Kápan var sú Kappadósía komin af landi,
saumuð þar með seigu bandi.
 
125 Af nú rokkinum álmur klýfur undra flykki
og aftan af skrokkinum ærið stykki.
 
126 Fleina ár á foldu niður fossum dundi,
var honum skár að vera hjá sprundi.
 
127 Heilla slimur hafði risinn hitt þann aldri,
er so væri fimur í fleina hjaldri.
 
128 Þá við skrámu þengill grettist þurslega illa,
með hljóði rámu hljóp sem trylla.
 
129 Ofan af jór hann ætlar að grípa álma bendi,
risanum Flóres fimur hjá renndi.

130 Í heila kór á hesti sló með hauka stalla,
varð þá jór til foldar falla.
 
131 Flatur á jörð réð fáknum meður Flóres detta,
fljótt þó gjörði á fætur spretta.
 
132 Halurinn mæti hefur um brjóstið harminn stinna,
meinar á fæti muni sig vinna.
 
133 Á múrnum snjallur mildings sá það múgurinn góði,
bað so allur í einu hljóði:
 
134 „Lát ei saka, lifandi drottinn, lýð þinn hrjáða,
þú mátt taka til þinna ráða.
 
135 Linaðu nauðir, lát ei Párís lýðinn fargast,
þínir sauðir þá munu bjargast.
 
136 Styð þú riddarann sterki guð í stríði hörðu,
so fólsku kryddarann felli að jörðu.“
 
137 Risinn leiður ræður heyrði rekka að bragði,
fanturinn reiður við Flóres sagði:
 
138 „Þú skalt deyðast þegninn víst um þetta dægur,
Párís eyðast, prakkarinn slægur.
 
139 Þó sollin blæði sárin mér,“ kvað svarti refur,
„Makon græðing mörgum gefur.
 
140 Læknis kraftur léntur er honum langt yfir mengi,
hann getur mig aftur grætt ei lengi.“
 
l4l „Hvað á drífur,“ hjalar Flóres með hjartað fríða,
„guð mér hlífir, græðarinn lýða.

 
142 Fyrir hans kraft ei fær þú meir en fauskur að standa,
né kauðinn taptur kristnum granda.
 
143 Mig felldir á grund og frá mér skjöld tókst fólinn kaldi,
þínu undir þó er ei valdi.“
 
144 „Eg vil sjá það,“ sagði ljótur sverða bendir,
„hvað góða náð þinn guð þér sendir.“
 
145 Með geði óhreinu grimmlega hjó til garpsins ljúfa,
í höggi einu hyggst hann kljúfa.
 
146 Flóres hægur halsins undan höggi vendi,
vomurinn slægur í völlinn renndi.
 
147 Ekki risinn á kom Flóres einu sári,
þó heillaslysinn hygði dári.
 
148 Vomurinn kargur „vildi þá af vitinu ganga
og hljóp sem vargur um völlinn langa.
 
149 Fögnuð slysinn fékk ei því af flasinu óðu,
datt þá risinn skemmdar skjóðu.
 
150 Á hnakkann niður halurinn kom so höll skalf landa,
lær og kviður í loft upp standa.
 
151 Flóres greiddi grimmlegt högg með geirnum rauða.
Friðar beiddi er fyrir sá dauða.