Á heiðinni | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Á heiðinni

Fyrsta ljóðlína:Geng ég og þræði
bls.12–13
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður) OAOAObOb
Viðm.ártal:≈ 1950
Tímasetning:1944

Skýringar

Frumbirt í ljóðabókinni Kvæðum 1944.
1.
Geng ég og þræði
grýtta og mjóa
rökkvaða stigu
rauðra móa;
glóir, liðast
lind ofan þýfða tó,
kliðar við stráin:
kyrrð, ró.
2.
Litir haustsins
í lynginu brenna;
húmblámans elfur
hrynja, renna
í bálin rauðu,
rýkur um hól og klett
svanvængjuð þoka
sviflétt.
3.
Húmflæðin djúpum
dökkva hylja
glæður og eim;
við eyra þylja
náttkul í lyngmó,
lindir, mín æðaslög
dul og heimaleg
draumlög.