Minni Ingólfs | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Minni Ingólfs

Fyrsta ljóðlína:Lýsti sól / stjörnu stól
bls.75
Viðm.ártal:≈ 1875
Tímasetning:1873
1.
Lýsti sól
stjörnu stól,
stirndi á Ránar klæði.
Skemmti sér
vor um ver,
vindur lék í næði.
Heilög sjón:
hló við Frón;
himinn, jörð og flæði
fluttu landsins föður heillakvæði.
2.
Himinfjöll
földuð mjöll,
fránu gulli brunnu.
„Fram til sjár,“
silungsár
sungu, meðan runnu;
blóm á grund,
glöð í lund,
gull og silki spunnu,
meðan fuglar kváðu allt sem kunnu.
3.
Blíð og fríð
frelsistíð!
Frægur steig á grundu
Ingólfur
Arnar bur,
íturhreinn í lundu;
dísa-fjöld
hylltu höld,
heill við kyn hans bundu;
blessast Ingólfs byggð frá þeirri stundu.

Edínaborg 1873