Fyrsti vikusálmur: Mánudags morgun | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Vikusálmar Þorvalds Magnússonar út af bók doktors Johannis Lassenii 1

Fyrsti vikusálmur: Mánudags morgun

VIKUSÁLMAR ÞORVALDS MAGNÚSSONAR ÚT AF BÓK DOKTORS JOHANNIS LASSENII
Fyrsta ljóðlína:Lof, æra prís og þökk sé þér
bls.A1r eða (bls. 9–12) í stafrænni endurgerð
Bragarháttur:Sjö línur (tvíliður+) fer- og þríkvætt aBaBccB
Viðm.ártal:≈ 1725
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Bjarki Karlsson samræmdi stafsetningu og bjó til skjábirtingar.
Með tón: Heimili vort og húsin með
1.
Lof, æra, prís og þökk sé þér
þú mildi guð og faðir
sem hefur auðsýnt miskunn mér
mig í nótt svo verndaðir,
hér með undir mér heilbrigðum
hvíldar í næturmyrkrunum,
holdskraftar hressast glaðir.
2.
Eins og sjáaldur augna hér
einn kann vel geyma sinna
skýldir þú góði skapari mér
í skugga vængja þinna.
Veittir mér svo með fögnuð fá
fagurt dagsljósið aftur sjá,
helg sabbats verk að vinna.
3.
Drottinn, guð, þínar dáðsemdir
daglega því ég prísa;
og volduga náð sem veittir mér
vil ég jafnframt auglýsa:
frá lífi minnar móður þú
mig hefur greint og hér til nú
v[...]mér gjörðir vísa.
4.
Ó, guð! Framvegis eg bið þig
að sýn mér gæsku þína,
auma manneskju álít mig,
illsku fyrirgef mína;
Trúfasti guð, eg treysti þér,
tak ekki þína hönd frá mér,
þá allt vill annað dvína.
5.
Minnstu að sæta soninn þinn,
saklaus þá leið hann pínu,
fyrir brot öll og breyskleik minn
blóði úthellti þínu:
vegna þess, faðir, væg þú mér,
vesælum ei burt kasta hér,
í frá augliti þínu.
6.
Heldur inntak mig enn í dag
í skaut miskunnarinnar,
annastu svo minn allan hag
eftir vild gæsku þinnar;
lát öngva reið né nokkurt slys
nálægjast til míns heimilis;
sértu vernd sálar minnar.
7.
Í þínar hendur eg mig fel,
ó, hjartans faðir kæri!
Mun eg þar huggast mjúkt og vel
mein þó að höndum bæri.
Þú ert minn guð en eg þitt barn,
aumum vertu mér líknargjarn,
náð þín mig endurnæri.
8.
Ó, guð, minn herra! Eg bið þig
er mig vilt hólpinn gjöra.
Innsiglaðan lát ætíð mig
í þínum höndum vera,
hér eftir allt til eilífðar,
að eg blessaður mætti þar
frið og fögnuð uppskera.
9.
Mig geymi í dag þín miskunn blíð
mína farsælivegi,
einkum á minni andlátstíð
og hinum stranga degi;
þá drottinn alla dæmir þjóð
fyrir dýrmætt Jesú hjartablóð,
gef að eg glatist eigi.