Hrólfur sterki í elli | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Hrólfur sterki í elli

Fyrsta ljóðlína:Hrólfur sat með sjómanns vetti
Heimild:Sunnanfari.
bls.4. árg. 9. tbl
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður) ABABCDCD
Viðm.ártal:≈ 1900
Tímasetning:1895
1.
Hrólfur sat með sjómanns vetti
sár af elli’ á köldum höndum,
er um sonu frækna’ hann frétti,
fjötraðir syðra lægi í böndum
leiknir hart af liði Dana;
lítt hann sagði og allt með stilli,
en — saman vafði’ hann vettlingana
og vatt þá sundur handa’ á milli.
2.
Eigi’ er að sjá að elli’ hann saki,
öldungur reið hart úr tröðum,
og ekki fór hann oft af baki
áður hann kom að Bessastöðum.
Í varðhaldi þar voru niðjar, —
var hann snar að brjóta’ upp klefann,
af þeim sleit hann vopnlaus viðjar,
varðmönnum leist eigi’ á hnefann.
3.
„Um langa hef ég aldrei æfi
á mig, drengir, látið ganga,
mín er glíma mitt við hæfi,
mig tók aldrei neinn til fanga;
ykkar ein það móðir mátti;
myndi henni lítt um finnast,
fyrir sonu’ að örkvisa’ átti; —
ykkur er nær að láta minna“.