Sonnetta um elskendur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Sonnetta um elskendur

Fyrsta ljóðlína:Svo langt sem augað eygir himinn blár
bls.10. árg. bls. 4
Bragarháttur:Sonnetta
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:2012
Flokkur:Sónarljóð
Svo langt sem augað eygir himinn blár,
engin ský á tærri hvelfing fljóta.
Nýr er tíminn – gleymd hin gömlu sár;
gjafir berast hvaðanæva – og njóta

skulum þeirra meðan fer um frár
á fæti þessi dularfulli styrkur
sem lífið gefur, gleði þess og tár,
og glatast okkur fyrst við hinsta myrkur.

Og þá sem elskast aldrei þjófur grár
ævitímans skamma megnar hryggja;
hver dagur er hjá þeim sem þúsund ár
og þúsund ár er dagur til að byggja

brú yfir næstu nótt og sólu fagna
og njóta þar til raddir dagsins þagna.