Vorsöngur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra
Bragarháttur:Sex línur (tvíliður) þrí- og ferkvætt AAbCCb
Viðm.ártal:≈ 1900
Nú að norðurheim svölum
röðull suðurs úr sölum
stefnir bjartheiða braut;
hjarans hrímkuldi þánar,
hýrnar loftið og blánar,
fríkkar grænkandi foldar skaut.

Líkt og langþreyðir gestir
koma lóur og þrestir
yflr brimsollinn sjó.
Losnar lífið úr böndum
upp um land og á ströndum,
sést við hafsbrúnir sigling nóg.

Hrynja hlauplækir geystir,
hlakka frostviðjum leystir
dátt með drynjandi nið.
yðja straumi með ströngum
stór-ár brestandi spöngum,
óma fjöll þeirra frelsis klið.

Löng var kyrrsetu kreppa,
nú vér kætumst að sleppa
út úr þvingandi þröng,
og und Ijóshimni leika
og um landið að reika
viður fuglanna fagran söng.

Andar vorblær um vanga,
vellir blómgaöir anga,
rásar hagakát hjörð
létt um lyngvaxnar bringur
löngum hóar og syngur
kátur hjarðsveinn sem heldur vörð.

Svanir sömu’ og i fyrra
synda’ um dalvatnið kyrra,
ljósri speglast í lá,
þar á höfði vér sjáum
fjöll i glansfleti gljáum
fönnum blettuð og fagurblá.

Sveit, fjöll, sjóstrandir langar,
sundin, eyjar og tangar
fagna fjölgunar tíð.
Allt er kvikt og á kreiki,
knýst við störf eða leiki,
streyma vorljóð frá strönd og hlíð.

Allt, sem ylgeislar bifa,
vill nú elska og lifa,
snerta hjörtu vor, sól,
Syngið aldnir með ungum,
öllum hljómi frá tungum
vegsemd honum sem vorið ól.