Rímur af Flóres og Leó – fyrsta ríma | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Rímur af Flóres og Leó 1

Rímur af Flóres og Leó – fyrsta ríma

RÍMUR AF FLÓRES OG LEÓ
Fyrsta ljóðlína:Diktuðu sögur og Sónar vers
bls.3–18
Bragarháttur:Ferskeytt (ferskeytla)
Viðm.ártal:≈ 1625
Flokkur:Rímur
Rímur af Flóres og Leó
 
Fyrsta ríma
 
Ferskeytt
 
1 Diktuðu sögur og Sónar vers
sagna meistarar forðum,
gekk þeim jafnan gott til þess
að gleðja þjóð með orðum.
 

2 Gjörist nú fólki gamanið leitt
og gleðinnar eftirlæti,
það er nú ekki þorpið neitt,
sem þykir á skemmtun mæti.
 

3 Vílast upp við vesaldar bú
og verður ei neitt að gamni,
sögunum fáir sinna nú,
þó sitji hljóðir í ranni.
 

4 Þó hermi menn í hvörri krá
helgar sögur og frœði,
hér um landið leit eg fá,
sem lag hafa rétt við kvœði.
 

5 Þykir mörgum ljótlegt lag
á ljóðaefni hreinu,
ef guðspjöllum og Bósa brag
er blandað saman í einu.
 

6 Um guð skal ei tala með glens né spé
í gleðinnar heimsku safni,
betur hœfir sig beygi öll kné
hans blessuðu dýrðar nafni.
 

7 Heldur er sú hegðun fín
og hneykslið langtum minna,
hafa til lofs í húsum sín
þá hjúin lítið vinna.
 

8 Heilög kvœði eru heiðurs verð,
ef hegðun fengi góða,
þó eru ekki þar um gerð,
þau séu kvéðin til fljóða.
 

9 Það var hér fyrr í sveitum siðr,
að sögur þuldu karlar,
nú eru um landið lagðar niðr
ljóð og rímur allar.
 

10 Söng og tefldi sérhvör glaðr,
en sumir léku á strengi,
situr nú hvör sem sofandi maðr,
sinnir um kvæði engi.
 

11 Þenkja sumir með þögn í bú,
hvað þurfi menn að snæða,
nokkrar líka um kapal og kú
konur við bændur ræða.
 

12 Oftast hvör sá auður í hrúgr
eykst með lífsins bangi,
maðurinn hlýtur að bogra bjúgr,
þó bylgjótt þanninn gangi.
 

13 Því hef eg lítið ljóða vers
látið af munni hrjóta,
út að rýma, það er til þess,
þögn og hugsun ljóta.
 

14 Seint þó veiti saman að slá
Suðra gjaldið fríða,
máske hitti eg einhvörn á
sem erindum vilja hlýða.
 

15 Ljótt er það fyrir lærðan klerk,
sem landið á upp að byggja,
að láta drottins dýrðarverk
dulin í hylming liggja.
 

16 Ágætt hef eg œvintýr
eitt í huga mínum.
Þar má sjá hvað drottinn dýr
dásamlegur er sínum.
 

17 Líka vel hvað lyginn og slægr
lymsku svikarinn djarfi
alla tíma ár og dægr
er að sínu starfi.
 

18 Bið eg alla bragna þess,
sem bögurnar skrifa og lœra,
að lýta ei mín ljóða vers
né laginu burt úr fœra.
 

19 Mansöngs þáttur margan lýr,
menn því hljóðir sitja,
en mig bernskan áfrarn knýr
upphafs sögunnar vitja.

 
20 Forðum tíma réð fyrir Róm
ríkur keisari lengi.
Hans var kvonguð hefðin fróm,
hafði veglegt mengi.
 
21 Octovianus hét öðling fríðr,
efldur trúar ljóma,
kristinn sá var buðlung blíðr,
bar hann því margan sóma.
 
22 Sætu nafn hvört siklings var,
sagan vill ekki inna,
á sér dyggðir allar bar
erleg herrans kvinna.
 
23 Guðhrædd sú var gullhlaðs rein
og góðra kvenna líki,
ei fannst þvílík önnur nein
í öllu Rómaríki.
 
24 Keisaranum kær var frú
kurteislega með snilli,
öngvan lengi áttu nú
arfann sín á milli.
 
25 Þau höfðu bæði um hyggju múr
hugarangrið skæða.
Keisarinn eitt sinn kom til frúr,
við kvinnuna gjörir so ræða:
 
26 „Það eg ei veit hvað þýðir slíkt“,
við þorngrund keisarinn ræðir,
„æ mig gjörir að angra ríkt,
þú engin börnin fæðir.“

27 „Sæti herra“, svaraði frú,
„syrgið ei brestinn þenna,
eg það vona ei sé nú
yður né mér að kenna.“
 
28 En það skeði á öðlings garð
þá endast þeirra ræða,
þengils kvinna þunguð varð,
þá réð tvö börn fæða.
 
29 Skýrra sveina sköpun var fróm
með skinn og holdið hvíta,
öngva mátti um allan Róm
elskulegri líta.
 
30 Keisarinn móður eina á,
illúðlega á velli,
kyndug var sú, klók og flá,
komin þó langt i elli.
 
31 Keisarans hatur til kvinnu fékk
kerling illsku rauða,
hugsaði oft með flærðar flekk
frúnni að afla nauða.
 
32 Svikul talar við sjóla nú:
„Son minn“, gjörir hún ræða,
„yðar af getnað ekta frú
ei má tvö börn fæða.
 
33 Ætla eg hún hafi annan lagt
á arm sinn, herrann góði.“
Öðling því gaf öngva vakt,
ekki gegndi hann fljóði.
 
34 Í hús það bograr bölvuð nú,
bundin satans pílu,
með sínum börnum siklings frú
sængur lá í hvílu.
 
35 „Lifnaður þinn í ljósi er nú“,
við líneik talar hún skæra,
„hefur þú brotið hjúskaps trú
við herra minn enn kæra.
 
36 Vil eg því koma til vegar“, kvað fljóð,
„í valdi er þetta mínu,
bæði þú og bölvuð jóð
skal brenna í eldsins pínu.“
 
37 Hljóp þar til, sem hafði jóð
í hvílu kvinnan stirða,
bæði tók hún börnin góð
bölvuð og vildi myrða.
 
38 Vörðu henni vífin trú,
sem voru í salnum inni,
so ekki fékk hin illa frú
úthellt reiði sinni.
 
39 Ærðist þá með ógna þrótt
og illsku talar með sprengi:
„Fyrr skal eg guði gleyma skjótt
en gjörist þess óhefnt lengi.
 
40 Þú hefur börn við öðrum átt
en ektaherra þínum,
því skal nú og brúði brátt
brenna að vilja mínum.“

41 En sem heyrði orð þau fljóð,
auðgrund það nam hryggja,
so keisarans varla kvinnan góð
kyrr í sæng má liggja.
 
42 Af veikleik og angri nú
í óvit réð að falla,
var þá dreypt á vísirs frú
með visku og siðsemd alla.
 
43 Jóðin fögur falda hlíð
frúr við hönd þar láta,
en hún kyssti börnin blíð,
beisklega tók að gráta.
 
44 Lagði jóð sér bæði á brjóst,
blés af þungum anda,
því kerling sótti leynt og ljóst
lífinu þeirra að granda.
 
45 Annan dag hið illa fljóð
inn fyrir keisarann vendi,
lét þá eins og ær og óð
arma slægðar kvendi.
 
46 „Son minn góður“, segir hún nú,
„sorgin gjörir mig æra,
að þína illu ekta frú
ætíð hefur so kæra.“
 
47 „Hvað er það helst“, að herrarm tér,
„hrella má þitt sinni?“
Ansar fríðum fleina grér:
„Mig furðar á heimsku þinni.
 
48 Þá yðar hugsa um ekta fljóð“,
með orðum talar hún megnum,
„þá er líkt sem logandi glóð
mig leggi senn í gegnum.
 
49 Sannlega herra sver eg óhrædd,
sú hefur lagst hjá manni,
veit eg engin verri er fædd
í veraldar öllum ranni.
 
50 Hún réð spilla hrekkjagjörn
heiðri jafnan þínum,
hefur so fætt sín bæði börn
í bölvuðum hórdóm sínum.
 
51 Aldrei lát þau arfinn þinn
né önnur hreppa gæði,
þó hún þér kenni, herra minn,
sín heljar börnin bæði.
 
52 Góði son minn, gjör hvað bið“,
kvað Grímnirs raddar þilja,
„yðar látið æru við
það illsku kvendið skilja.“
 
53 Herrann þegar heyrði greitt
hennar ræðu alla,
af sorg varð í óvit eitt
öðling strax að falla.
 
54 Þó nam rakna þengill blíðr
í þungri hryggðar snæru,
var so reiður vísir fríðr,
að varla ansaði hann kæru.

55 „Öngva sýn mér ónáð frú
í orðum“, segir hann, „þínum,
eg vil straffa auðar brú,
þá er hún úr veikleik sínum.“
 
56 Þengill hógvær þanninn lætr
þessi efnin bíða.
Keisarans kvinnan fer á fætr
fram þegar stundir líða.
 
57 Sína lét búa siklings fljóð
sæng með pellum hreinum,
við ung sín börnin ætíð góð,
því ekkert vissi af meinum.
 
58 Vikur sex sem voru nú frá,
að vífið börnin fæddi,
hitti frúna herrann þá
við hana og so ræddi:
 
59 „Mig girnir í kirkju að ganga í nótt
og guð minn lofa hinn skæra
og honum þakka af innstum þrótt,
að ertu heilbrigð, kæra.“
 
60 Þetta gladdi þorna brú,
þá tók dagurinn enda.
Keisarinn gekk í kirkju nú,
en kvinnan í sæng nam venda.
 
61 Logandi sér einn lampa hjá
lét hún í salnum brenna,
hirðin öll og hringa Ná
hægan svefn nam kenna.

62 Þegar fornam falska líf,
að fólk var allt í svefni,
bjó til gamla véla víf
voðalegt slægðar efni.
 
63 Keisarans þénara einum að
illa læddist kvendi,
hann sér biður að heyra í stað
hljótt og með sér *beindi.
 
64 „Seggurinn hefur þú svarið“, kvað sprund,
„sonar míns boði ei neita,
eins og honum á alla lund
mér áttu hlýðni að veita.
 
65 Farðu af þínum fötum skjótt
og fylkirs leggst hjá kæru,
keisarinn ekki kemur í nótt,
en kvinnan sefur með væru.
 
66 Eg skal gefa þér góðan hest,
gull og bestu klæði,
þetta frúnni þóknast best,
þau mun hún launa gæði.
 
67 Tíu af gulli taka skalt merkr,
til ef viltu vinna,
eflaust [verður] auðnusterkr,
ekki skal eg þig ginna.
 
68 Drukkið vín hefur drottning nú,
djarflega má að ganga,
allan vilja af öðlings frú
eflaust muntu fanga.“

69 Þrællinn ansar þegar í stað:
„Þanninn illa breyta
varla þori eg að voga það,
en vant er yður að neita.
 
70 Fylkir ef það fregnar brátt,
fyrir því tek eg að kvíða,
mun eg á gálga hengdur hátt
og harðan dauðann bíða.“
 
71 „Kæri minn þénari“, kerling tér,
„keisarann lát þig ei hræða,
hvorki þig af honum né mér
skal hættlegt angur mæða.
 
72 Veit eg ei bregst sú vonin mín,
þar verður á engin tregða,
öllum vilja eftir þín
eflaust mun hún sér hegða.“
 
73 Glópurinn verstur glataði trú
og gamallar vilja fylgdi,
fór af sínum fötum nú,
til fjárins vinna vildi.
 
74 Leggst hjá drottning nakinn niðr,
neitt þorir ekki að ræða,
en ef kvinnan vaknar viðr
voðalegt mun hann hræða.
 
75 Í sænginni liggur sorgum með,
sig þorir ekki að bæra,
meinti fanga mundi féð,
miðla átti kæra.
 
76 Kirkju strax til kerling hljóp,
við keisarann gjörir so róma:
„Kom og sjá þann svika glóp
sem svívirt hefur þinn blóma.

77 Sagt hef ég þér þar, son minn, frá,
hún svikunum ekki týndi,
nú henni strákur nakinn var hjá,
nógan afmor sýndi.
 
78 Sæti kom nú son mér með
sannleikinn að reyna,
í hvílu hjá henni hef eg hann séð
holu í gegnum eina.“
 
79 Sem það heyrði súta móðr,
sorg tók að honum skeiða,
í herbergið gekk herrann hl]óðr
og heljar kerling leiða.
 
80 Í húsið koma herrann sá
heimsku þrællinn snauði,
lést hann sofandi liggja þá
og lygndi augum kauði.
 
81 Sjóli nakið sverð út dró,
sér tók fyrir að virða
sofandi í sænginni þó
segg og frú að myrða.
 
82 Sér hann kvinnan sefur án þjóst
með sætum lífsins anda,
miskunnsemin mýkti hans brjóst,
mátti henni ei granda.

83 Kerling með sinn klókskaps þrótt
við keisarann gjörir so mæla:
„Léku þau sér leynt í nótt,
létu svefn sig tæla.
 
84 Hafa þau lengi hórdóm sinn
hulið þanninn bæði.
Hvað dvelur þig, herra minn,
að höggva þau með bræði?“
 
85 „Hæfir ei mér“, kvað herrann nú,
„hringa grund að myrða.“
Leit hann oft á ljósa frú
leynt með ánauð stirða.
 
86 Sem keisarinn yfir kvinnu stóð,
kvalinn í margan máta,
dapran bar þá draum fyrir fljóð,
so dauflega tók að láta.
 
87 Í einum skógi auðar Ná
úti þóttist standa,
ljón eitt henni lagði að þá
og líneik vildi granda.
 
88 Hana klónum greip það grátt
og gjörði á jörð að drífa,
yfirklæðið allt í smátt
af sér þótti rífa.
 
89 Bæði þótti börn sín með
burtu lifandi renna,
geyst nú vakna gullskorð réð
og grét við drauminn þenna.
 
90 Börn sín leit fyrst bæði á
bauga grundin snjalla;
þegar hún hjá sér þénarann sá,
þá réð guð ákalla.
 
91 Keisarann nakið sverð með sér
sænginni hjá standa.
„Hvör hefur soddan svik“, hún tér,
„sárlega gjört mér blanda?“
 
92 Ansar kerling auðar gátt,
þá er hún í þessum pinum:
„Þennan hefur þú hvörja nátt
herra fram hjá þínum.
 
93 Fyrir soddan meinið mest
makleg væri þér pína,
nú hylur ei lengur, hóran verst,
herrann breytni þína.“
 
94 Af soddan orðum sár kom geyst
sorg að keisara fljóði.
„Allan“, segir hún, „sannleik veist,
signaður drottinn góði.
 
95 Kristur veit það, keisari minn,
eg kreinkti ei þína æru.“
Hrundu tár á herrans kinn,
þá heyrði orðin kæru.
 
96 „Hvör er sá maður í heimi nú“,
hilmir talar af stríði,
„ef sæi einn þræl hjá sinni frú,
að svikunum ekki trýði?“

97 Ei fékk kvinnan orðið rætt
fyrir aumu sútar kífi,
við dauða var henni heldur hætt,
því harmurinn þrengdi að lífi.
 
98 „Hvað skal þetta harma gjálfr?“
hilmir talar af bræði.
„Hef eg nú litið sannleik sjálfr,
svikul ertu í æði.“
 
99 Þegar í stað lét þengill á
þénara sína kalla:
„Hér megið, mínir seggir, sjá
sætu breytni alla.
 
100 Sáran fyrir þann sorgar brest
hún sína krenkti æru,
í fangelsið, sem fáið verst,
fljótlega setjið kæru.“
 
101 Að herrans boði var hringa brú
höfð burt ei með náðir,
þengill dýr og þénarinn nú
þar voru eftir báðir.
 
102 Keisarinn galt honum kaupið það,
sem kerling lofaði greiða,
burt hans höfuð af bol í stað
buðlung gjörði að sneiða.
 
103 Sem dagur var ljós um dyrnar út
þeim dauða þénara léttu,
hengdu á gálga herðabút,
en höfuð á stöng upp settu.
 
104 Læt eg bágan ljóðaklið
um lítinn standa tíma,
þetta eg öngvum þakka bið,
þar er hin fyrsta ríma.