Jónas Hallgrímsson | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Jónas Hallgrímsson

Fyrsta ljóðlína:Því, sem að Ísland ekki meta kunni
bls.73–74
Viðm.ártal:≈ 1850
Tímasetning:1847
1.
Því, sem að Ísland ekki meta kunni,
er Ísland svipt; því skáldið hné og dó,
skáldið, sem því af öllu hjarta unni,
sem elskaði þess fjöll og dali og sjó
og vakti fornan vætt í hverjum runni.
2.
Þegar hann hrærði hörpustrenginn sæta,
hlýddum vér til, en eftirtektarlaust,
vesalir menn, er gleymdum þess að gæta,
að guð er sá, sem talar skáldsins raust,
hvort sem hann vill oss gleðja eða græta.
3.
Nú hlustum vér og hlusta munum löngum,
en heyrum ei — því drottinn viskuhár
vill ekki skapa skáldin handa öngum;
nú skiljum vér, hvað missirinn er sár;
í allra dísa óvild nú vér göngum.
4.
En þeir, sem fylgdu þér í lífsins glaumi
og þekktu andann, sem þér drottinn gaf,
fylgja þér enn þá fram í lífsins straumi
og fúsir berast út á dauðans haf;
því hér er allt svo dauft og sem í draumi.
5.
Gott er þér, vinur! guðs í dýrð að vakna;
þig gladdi löngum himininn að sjá.
Víst er oss þungt að sjá á bak og sakna
samvista þinna; en oss skal huggun ljá:
vér eigum líka úr lífsins svefni að rakna.